2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Páll hjólar í Sindra: „Af hverju heldurðu fram þessari staðleysu?“

Páll Magnússon, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir ásaknir Sindra Ólafsson, ritstjóra Eyjafrétta, á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Páll vísar þar til pistils sem Sindri birti í Eyjafréttum, þar sem hann segir þingmanninn m.a. hafa notað ýmis tækifæri til að rýra trúverðugleika sinn sem ritstjóra. Þetta vill Páll ekki kannast við.

„Hvar og hvenær hef ég gert það Sindri? Ég hef aldrei og hvergi minnst á trúverðugleika þinn sem ritstjóra fyrr en í þessum pósti núna í vikunni,“ skrifar Páll í svarpistli á vef Eyjafrétta. „Af hverju heldurðu fram þessari staðleysu? Maður gæti haldið að þú hafir ekki lesið yfir greinina áður en þú birtir hana.“

Páll segir að þvert á móti hafi ritstjórinn fengið fullkominn frið frá sér og það sé gagnkvæmt, hann hafi fengið fullkominn frið frá ritstjóranum, reyndar svo mikinn að miðillinn hafi ekki einu sinni séð ástæðu til að hafa samband við þingmanninn þegar hann hafi fyrir jól fengið samþykkta á Alþingi tillögu um óháða úttekt á Landeyjahöfn. „Ekki einu sinni sú frétt var þess virði fyrir þig að taka upp símann og hringja. En það hefur örugglega heldur ekkert með „persónulega óvild“ – nú eða pólitískan fjandskap – að gera. Er það nokkuð Sindri? Þessi Landeyjarhafnarfrétt var kannski bara ekki nógu merkileg.“

„Ekki einu sinni sú frétt var þess virði fyrir þig að taka upp símann og hringja. En það hefur örugglega heldur ekkert með „persónulega óvild“ – nú eða pólitískan fjandskap – að gera. Er það nokkuð Sindri?“

Þá skilur þingmaðurinn ekkert í því að ristjórinn skuli vera að fetta fingur út í þá tímasetningu sem hann velji til að gagnrýna héraðsfréttamiðilinn. „Nú er það svo að ég valdi ekki tímann. Tilefnið var í páskavikunni og ég lýsti skoðun minni í sömu viku. Og þú fyrirgefur vonandi að ég sjái ekki af hverju kórónuveirufaraldurinn ætti að koma í veg fyrir að ég hafi skoðun á því sem Eyjafréttir gera eða láta ógert,“ segir hann og vísar þar í upphaflega gagnrýni sína á miðilinn fyrir að birta ekki þakkar- og hvatningarpistil  eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vetsmannaeyja, til bæjarbúa á dögunnum. Skrif Sindra voru viðbrögð við gagnrýninni.

AUGLÝSING


Sjá einnig: „Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg“

Segist Páll reyndar sjá eftir að hafa sagt upp áskrift sinni að Eyjafréttum í kjölfarið. Hann óski eftir að vera settur aftur á áskrifendalistann. Ritstjórnin geri ýmislegt gott og hann vilji leggja sitt af mörkum til að Eyjafréttir haldi áfram að koma út og veiti fólki vinnu. „Ég held að það verði líka spennandi,“ skrifar hann, „að fylgjast með því hvernig þú dafnar og þroskast í starfi ritstjóra.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum