Þriðjudagur 28. mars, 2023
-1.2 C
Reykjavik

Páll skipstjóri segir ný gögn komin fram í byrlunarmálinu: „Stefán Eiríksson bendir bara á Þóru“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta kemur mér ekki á óvart, miðað við gögnin sem ég fékk á föstudaginn,“ sagði Páll Steingrímsson skipstjóri í samtali við Mannlíf en hann segist hafa fengið ný gögn frá lögreglunni í símastuldsmálinu.

Þóra Arnórsdóttir, fyrrum ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudaginn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeild Samherja. Páll Steingrímsson, skipstjóri og meðlimur í hinni svokölluðu skæruliðadeild, segist ekki hissa á yfirheyrslunni því lögreglan hafi nýverið látið honum í té gögn í málinu.

Sjá einnig: Löggan hundeltir Þóru

„Þetta kemur mér ekki á óvart, miðað við gögnin sem ég fékk á föstudaginn. Ég fékk gögn á föstudaginn frá lögreglunni og það kemur mér ekki á óvart að Þóra hafi verið yfirheyrð aftur,“ sagði Páll í samtali við Mannlíf. Aðspurður um það hvaða gögn það væru sagði Páll: „Það kemur fram í yfirheyrslu við aðila sem viðurkennir fyrir rannsóknarlögreglu héraðssaksóknara, að hafa látið starfsmann Rúv fá símann minn. Og það kemur líka fram að það var rakið símanúmer til Þóru. Stefán Eiríksson bendir bara á Þóru. Og þetta símanúmer er nákvæmlega eins og mitt símanúmer en það munar einum staf.“ Þegar Mannlíf biður hann að útskýra það sagði Páll: „Það þýðir það að ef þú skoðar símreikninginn þinn þá eru alltaf tveir síðustu stafirnir í númerinu með X. Þannig að ef lögreglan skoðar símreikningana myndi hún allan daginn halda að þetta væri símanúmerið mitt. En þarna bara lét starfsmaður Rúv útbúa símanúmer sem er eins og símanúmerið mitt, af einhverjum ástæðum.“

Sjá einnig: Páll skipstjóri: „Hún hefur ríkisfjölmiðil landsins og nokkrar hjáleigur en ég hef bara Facebook“

Mannlíf heyrði einnig í Þóru Arnórsdóttur og spurði hana hvort hún hefði áhyggjur af málinu en svarið var stutt og laggott: „Nei.“ Þegar henni var tjáð að Páll Steingrímsson hefði fengið gögn frá lögreglunni um málið nýlega sem bendli Rúv við símann hans svaraði Þóra: „Veistu það, þetta mál er fáránlegt og ég býst við því að því verði lokað fljótlega en ég ætla ekkert að ræða það meira.“

- Auglýsing -

Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra Rúv við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -