Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Pétur Jökull hlaut átta ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Pétur Jökul Jónasson í átta ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Segir saksóknari dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með.

Fram kemur í frétt Vísis að Pétur Jökull hafi verið ákærður fyrir aðild sína að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni til Íslands sumarið 2022. Fyrir dómsuppkvaðninguna höfðu fjórir aðrir hlotið dóma í málinu en þeir voru dæmdir í fimm og upp í níu ára fangelsi. Taldi lögreglan að Pétur Jökull hefði gegnt lykilhlutverki við skipulagningu á innflutningnum.

Í málflutningi sínum gerði Dagmar Ösp Vésteindóttir saksóknari þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki styttri dóm en Birgir Halldórsson, sem áður hefur fengið dóm í málinu en í Landsrétti var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Sagði hún að í raun benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra settur í innflutningnum en Birigr.

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Dagmar Ösp að refsingin sé í samræmi við það sem lagt var upp með. Enn hefur dómurinn ekki verið birtur en greinilegt er að dómarinn telji að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull hafi verið einn af lykilmönnum glæpsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -