Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Pétur Örn segir samband sitt við „unga manneskju“ hafa verið dómgreindarleysi: „Ég sé eftir þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður segist hafa unnið í sjálfum sér síðastliðið ár með aðstoð fagfólks. Í febrúar í fyrra opinberaði Elísabet Ormslev óviðeigandi samband þeirra Péturs. Það hófst þegar hún var einungis 16 ára gömul en hann 38 ára. Hún sagði samband þeirra hafa einkennst af ofbeldi og umsátri og að Pétur væri þá enn að sitja um hana. Í kjölfarið var Pétri vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum.

Pétur segist í færslu á Facebook síðu sinni bera einn ábyrgð á gjörðum sínum og að það hafi aldrei verið ætlun sín að særa viðkomandi. Hann þakkar þeim sem hafa sýnt honum kærleik síðasta árið og segist ætla að halda áfram að vinna að því að verða betri manneskja.

Ég hef undanfarið ár staðið í mikilli sjálfsskoðun og leitað aðstoðar fagmanneskja í að vinna í sjálfum mér með hjálp sálfræðings og prests.

Fyrir rétt rúmum þrettán árum kynnist ég ungri manneskju og náðum við vel saman og hófum að hittast. Það var rangt og dómgreindarleysi af minni hálfu og ber ég einn ábyrgð á þeirri ákvörðun.

Samskipti okkar stóðu yfir í meira eða minna 11 ár með mislöngum stoppum og hléum. Ég sé eftir þessu og harma það mjög hafa sært viðkomandi. Það var aldrei ætlun mín og biðst ég innilegrar afsökunar á því.

Ég vil þakka þeim sem sýnt hafa mér kærleik og væntumþykju á þessu erfiða ári. Það er ekkert sjálfsagt að búast við því.

- Auglýsing -

Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfum mér og að verða alltaf betri og betri manneskja.

Það er vinna sem ég mun vinna til æviloka.

Gleðilegt sumar

- Auglýsing -

Ást og friður

Ykkar einlægur

Pétur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -