Pierce Brosnan hlustar á Kiasmos í bílnum

Deila

- Auglýsing -

Leikarinn Pierce Brosnan er á leiðinni til Húsavíkur og hlustar á íslenska tónlist á leiðinni.

 

Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur á Íslandi. Hann birti myndband á Instagram fyrr í dag sem hann tók á rúntinum. Það vekur athygli að Brosnan hlustar á íslensku hljómsveitina Kiasmos í bílnum.

Brosnan mun vera á leið til Húsavíkur í tökur fyrir Eurovision-kvikmynd Will Ferrels þar sem Brosnan fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Myndin fjallar um tvo íslenska tónlistarmenn sem keppa í Eurovision-söngvakeppninni.

Sjá einnig: Pierce Brosnan á Íslandi

- Advertisement -

Athugasemdir