2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs gerir ráð fyrir því að réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum í tólf. Orlofið verður lengt í tveimur áföngum.

 

Fréttablaðið greinir frá.

Heildarkostnaður við fyrri áfanga er um 1,7 milljarður króna og með honum er áætlað dagar feðra í fæðingarorlofi muni aukast um 33%. Einn mánuður mun bætast við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020. Sameiginlegur réttur foreldra verður hins vegar tveir mánuðir í stað þriggja.

Seinni áfanginn er talinn kosta um 3,2 milljarða. Annar mánuður bætist við sjálfstæðan rétt hvors foreldris vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 2021. Þá verður réttur hvors foreldris um sig fimm mánuðir auk tveggja mánaða sem foreldrar geta skipt sín á milli.

AUGLÝSING


Tillögurnar eru í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamningsins.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum