2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims“

Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur ákveðið að verja þrettán milljónum í sérstakt verkefni Sameinuðu þjóðanna, Free & Equal. Verkefnið vinnur að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

 

Réttindi hinsegin fólks hafa verið meðal helstu áhersluþátta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var fyrir rúmu ári kjörið til setu í ráðinu. Þá hefur Ísland borið upp fleiri tilmæli en nokkuð annað ríki er snertu LGBTI-réttindi. Þetta kemur fram í allsherjarúttekt, sem fór fram í maí síðast liðinn, á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

„Hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks í mannréttindaráðinu og þróunarsamvinnu leggjum við okkar lóð á vogarskálar í þeirri viðleitni að breyta þessu. Við kunnum að vera ólík, en öll eigum við að njóta sömu mannréttinda,“ segir Guðlaugur.

Fjárframlagið er sömuleiðis í samræmi við nýja stefnu Íslands í þróunarsamvinnu sem Alþingi samþykkti í maí síðast liðinn. Þá segir í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega grannt með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum