Fimmtudagur 25. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Pottakarlarnir sloppnir frá Vítalíu: „Atburðarásin hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hreggviður Jónsson staðfestir að Héraðssaksóknari hafi ákveðið að hætta rannsókn vegna kæru Vítalíu Lazarevu á hendur honum og þremur öðrum.

Vítalía kærði Hreggvið, Þórð Má Jóhannesson og Ara Edwald fyrir kynferðisbrot sem átti að hafa átt sér stað í heitum potti í sumarbúðstað árið 2020. Nú hefur kæran sem sagt verið felld niður. Kemur þetta fram í frétt Rúv.

Í yfirlýsingu sem Hreggviður sendi fjölmiðlum segir hann atburðarás síðustu mánaða hafi verið erfiða og á köflum fjarstæðukennda. Lesa má yfirlýsinguna hér fyrir neðan.

„Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér.

Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.

Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“

- Auglýsing -

Vítalía sagði í samtali við Mannlíf að hún hyggðist kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, vegna þess að það hafi vantað gögn í málinu svo dæmi séu tekin en vísaði á Kolbrúnu Garðarsdóttur, réttargæslumann hennar, um frekari upplýsingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -