Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Prestur gagnrýnir orð vígslubiskups: „Þetta lið býr í glerhúsi.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prestur sem kominn er á eftirlaun segir orðræðu Solveigar Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskups á Hólum, í morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum, til skammar.

Þar sagði Solveig Lára meðal annars að lítið traust almennings í garð Þjóðkirkjunnar mætti rekja til lítillar þekkingar fólks á störfum hennar.

Lét hún þau orð falla út frá umræðu um nýjasta þjóðarpúls Gallup, þar sem fram kom að einungis þriðjungur landsmanna beri mikið traust til Þjóðkirkjunnar. Rúmlega þriðjungur ber lítið traust til stofnunarinnar. Einungis fimmtán prósent svarenda sögðust ánægðir með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.

Solveig Lára hafði meðal annars einnig á orði í þættinum að skortur á kristindómsfræðslu og vöntun á biblíusögulestri væri ein orsök kvíða ungs fólks í dag.

Þessi orðræða er í takt við umdeild orð Agnesar biskups um siðrof samfélagsins, frá árinu 2019. Þar vildi hún meina að siðrof í samfélaginu væri ástæða minnkandi trausts til Þjóðkirkjunnar.

Í samtali við Mannlíf sagði ofangreindur prestur, sem ekki vill láta nafns síns getið, að ungt fólk væri upp til hópa vel upplýst. Það hafi hinsvegar einfaldlega ekki góða tengingu eða jákvæða reynslu af Þjóðkirkjunni. Viðkomandi prestur segir að fyrir því séu ýmsar ástæður. Hann tilgreinir þrjár þeirra:

- Auglýsing -

„Prestar eru hálaunafólk sem rukkar óspart fyrir sína þjónustu. Biskuparnir eru hrokagikkir, sem aldrei segjast verða varir við óánægju almennings. Þjóðkirkjan virðist vera tímaskekkja á okkar dögum – prestar og biskupar höfða ekki til unga fólksins, það er svo einfalt.“

Presturinn er ómyrkur í máli:

„Vandamálið er vöntun á innsæi og læsi á nútímann.“

- Auglýsing -

„Þetta lið býr í glerhúsi,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -