Miðvikudagur 20. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Prettyboitjokko mjög ósáttur við Bubba og Bó: „Björgvin þarf að passa sig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Patrik Atlason, oftast kallaður Prettyboitjokko, er ekki sáttur við ummæli Bubba Morthens og Björgvins Halldórssonar um sig.

Prettyboitjokko var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi hann, ásamt öðrum, fréttir vikunnar. Talið barst að Bubba Morthens og grein sem hann ritaði í Morgunblaðið.

„Nú einmitt skrifaði Bubbi grein í Morgunblaðið í gær um íslenskuna og ég veit ekki hvort þið sáuð myndbandið á Vísi af lokaspurningunni í,“ sagði Oddur Ævar, fréttamaður, þegar Prettyboitjokko greip fram í fyrir honum og sagði: 

„Ég nenni ekki að tala um Bubba, hann var eitthvað drulla yfir mig þarna um daginn. Hann sagði að ég væri ekkert nema útlit og ekkert innihald. Hann og Bó Hall, þeir eru ekki ánægðir með mig. En þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt. Björgvin þarf að passa sig, hann þarf að passa sig“

Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, spurði af hverju þeir hefðu verið að tala um Prettyboitjokko.

„Egill Helga var eitthvað að segja að þið [Vísir og Bylgjan – innskot blaðamanns] væruð alltaf að fjalla að ég sé á einhverjum bíl og það væri verið að fjalla um það og þá kemur Egill Helga og…“ þá taka þáttstjórnendur undir og segja að „ahh já, efnishyggjan

- Auglýsing -

„Þetta minnir mig á Bubba-söngleikinn, það eru alltaf nokkrir Bubbar í gangi. Núna er íslensku-Bubbinn,“ sagði Prettyboitjokko að lokum um Bubba.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -