Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Prins Póló minnst: „Eitt af því síðasta sem hann sagði áður en hann kvaddi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svavar Pétur Eysteinsson, gjarnar þekktur undir listamannanafninu Prins Póló, lést í september síðastliðinn eftir áralanga baráttu við krabbamein. 

Ekkja hans, Berglind Häsler er ásamt þeim Birni Kristjánssyni og Benna Hemm Hemm í listrænni stjórn Havarí sem heldur Hátíð hirðarinnar þann 26.apríl næstkomandi, á afmælisdegi Svavars heitins. Hátíðin er í raun stórir tónleikar og er haldin til fagnaðar á afmælisdegi hans.

„Svavar Pétur var einstakur listamaður sem hafði mikil áhrif á okkur öll. Hann var alltaf hvetjandi og drífandi. Nennti ekki að velta sér upp úr hlutunum og hafði mikla þörf til að láta galdurinn gerast. Í þessum anda langar okkur að minnast hans og blása í lúðra á afmælisdegi hans,“ segir í tilkynningu frá Hirðinni.

Svavar var menntaður ljósmyndari og grafískur hönnuður en var vinsæll á meðal þjóðarinnar fyrir tónlist sína og textasmíði. Hann samdi og spilaði með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage. Svavari var margt til lista lagt. Ásamt eiginkonu sinni, Berglindi, rak hann lífræna ræktun á Berufirði til margra ára. Hjónin voru frumkvöðlar í framleiðslu á íslensku grænmetisfæði.

Berglind segir í samtali við Vísi að margir tónlistarmenn hafi flutt lög Svavars í jarðaför hans í einstaklega fallegum útsetningum. Mikið var spurt um hvort gera ætti meira úr þessum flutningi laganna .Það var þá tekin ákvörðun um að halda tónleika til minningar um listamanninn. „Þannig að úr varð að við ákváðum að gera þetta aftur en í þetta sinn viljum við fagna lífi hans og gera þetta að hátíð,“ segir Berglind í samtali við Vísi.

- Auglýsing -
Svavar og Berglind.

Berglind og Svavar stofnuðu hljómsveitina Skakkamannage fljótlega eftir að samband þeirra hófst og mun hún koma fram á tónleikunum í fyrsta sinn í áraraðir. „Þegar við fengum þessa hugmynd þá hentum við bara út netinu til að sjá hverjir vildu vera með og svo bara sögðu allir já. Þannig að þetta varð rosalega stórt en það eru fimmtán bönd og hátt í sextíu tónlistarmenn sem koma að þessu.“

Allur ágóði af miðasölu rennur í minningarsjóð Svavars sem mun árlega úthluta skapandi fólki með góðar hugmyndir fjarmagni. „Að þú sjáir að þarna sé einhver kandídat sem er líklegur til að framkvæma það sem honum dettur í hug. Svavari fannst það eiga að vera nóg. “

Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. Þeir flytja sín eigin lög í bland við þau sem samin eru af Svavari.

Berglind segir frá einum af lokaorðum Svavars til hennar. „Eitt af því síðasta sem hann sagði áður en hann kvaddi var að hvetja okkur til að halda áfram að hafa gaman. Við verðum að verða við því eins og við getum.“

- Auglýsing -

Tónleikarnir verða haldnir í Gamla Bíó á afmælisdegi Svavars, þann 26 apríl. Miðasölu og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -