Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Prins Póló tekst á við dauðann af æðruleysi: „Mér finnst þetta ekki óþægilegar hugsanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svavar Pétur Eysteinsson var í viðtali hjá Kveik á Rúv í kvöld þar sem hann ræddi um sköpunina, lífið og dauðann. Sagðist hann óttast sársauka en ekki dauðann í sjálfu sér.

„Mér finnst vonin svo skemmtileg. Vonin er svo trúarleg, finnst mér. Þannig að ég tengi það svolítið saman, vonina og trúna og hún heldur manni gangandi svolítið lengi. Þegar ég fer langt niður, til dæmis þegar ég er að glíma við krabbamein eins og ég er að gera núna, þá er í rauninni stiginn upp úr því er bara vonin. Annað hvort að hugsa bara það að þú ert allavegana hér í dag, eða að hugsa vonina sem stærra samhengi. Hver veit nema þú verðir bara elsti maður Íslands? Þannig að það er hluti af þessari von, þú veist aldrei neitt, þú veist aldrei nema bara næsta skref sem þú tekur,“ sagði Svavar í Keik.

Brynja Þorgeirsdóttir sem tók viðtalið, spurði Svavar hvort hann hugsaði mikið um dauðann. „Já ég hugsa mikið um dauðann. Óttast hann ekki. Ég óttast auðvitað sársauka, eins og bara allir. Ekki nema kannski hnefaleikamenn sem að óttast ekki sársauka, get ég ímyndað mér,“ svaraði Svavar og hló. „En ég óttast ekki dauðann sem slíkan. Hann er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Hvenær hann kemur er bara tímaspursmál í rauninni, hann sækir okkur á mismunandi tímum. En svo er maður farinn að hugsa um það þegar ég dey, hvað verður þá um hina? En mér finnst þetta ekki óþægilegar hugsanir. Þær eru í rauninni þægilegar og veita manni bara smá frið, að leyfa sér að hugsa um það og ræða það.“

Brynja spurði hann þá hvort dauðinn sé tabú. „Ég veit það ekki eða jú, ég held það, ég held að það séu margir sem að skauta yfir hann, sérstaklega í samræðum við börn og finnst stundum eins og það sé óviðeigandi, að vera að ræða dauðann. Og ég hef alveg verið í þeirri aðstöðu sjálfur. En ég hef kannski gert minna af því eftir að dauðinn varð að svona aktúal fyrirbæri fyrir mér.“

Brynja spurði Svavar þá að því hvernig það sé fyrir hann að vita að dauðinn sé ekki langt í burtu, þó að hver og einn viti ekki sinn vitjunartíma. „En í þínu tilfelli veistu að hann er ekki svo langt í burtu.“ „Hugsanlega,“ skaut þá Svavar inn í áður en Brynja hélt áfram: „Ég vil bara fá að vita það, hvernig maður tekst á við það.“ „Sko ég í rauninni tekst á við það rosalega bara einn dag í einu. Og hugsa þá bara áfram um dauðann sem hlut sem er þarna einhverstaðar þarna úti og hversu nálægt hann er, skiptir mig kannski ekki öllu máli, vegna þess að ég er á lífi í dag og ég er að fást við það sem mér finnst skemmtilegt. Og ég mun að öllum líkindum gera það líka á morgun. Og það dugar mér alveg.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -