Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Prófessor segir að kenna eigi börnum að þekkja falsfréttir: „Tæknin hafi aukið magn falsfrétta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háskólaprófessorinn Ian McMullen telur að kenna eigi börnum að þekkja falsfréttir

Eins og Íslendingar hafa fengið að kynnast á undanförnum vikum hafa falsfréttir færst í aukanna. Á Íslandi hafa þær aðallega snúist um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Þar hefur fólk meðal annars sakað meðlimi Samtaka 78 um barnagirnd, tekið myndir úr samhengi og jafnvel falsað myndir máli sínu til stuðnings. Ian McMullen, prófessor í stjórnmálafræði við Pennsylvaníu-háskóla, hélt fyrir stuttu fyrirlestur um falsfréttir  á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, sendiráðs Bandaríkjanna og Fjölmiðlanefndar.

„Eitt af því sem ég tel að skólar, fræðarar og jafnvel foreldrar geti gert er að veita börnum reynslu, áþreifanlega reynslu af staðbundnum fréttum, fréttaveitum, fréttafólki, vísindum, borgaravísindum, beinni þátttöku í vísindum til þess að börn geti skilið að sumum heimildum í heiminum er enn hægt að treysta.“

„Ég held að internetið og tæknin hafi aukið magn falsfrétta svo mjög að það veldur glænýjum vandamálum,“ sagði McMullen í samtali við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -