Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Ráðherrar senda Hannesi stuðningskveðjur vegna handtöku í Svíþjóð: „Við höfum öll misstigið okkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hannes Steindórsson, formaður félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur fengið mikil og góð viðbrögð við færslu sem hann birti á Facebook í gær. Meðal þeirra sem hafa sent Hannesi kveðju eru fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Hannes sagði frá því í gær að hann hefði nýlega verið handtekinn í Svíþjóð og gist fangageymslur eftir slagsmál á veitingastað þar í landi. Slagsmálin segir hann hafa brotist út eftir að hann sat að drykkju með tveimur ókunnugum mönnum. Hannes segist í færslunni hafa ákveðið að segja frá málinu eftir hótanir ónafngreindra fjölmiðla um „að birta lygasögur og kjaftasögur.“ Hann segist ekki sætta sig við „hótanir fjölmiðla.“ Hannes segist vera alkóhólisti. Hann hafi verið edrú í tæp 11 ár en hafi fallið og gert þessi mistök á fyrrnefndum veitingastað nýverið.

Hannes var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og situr nú sem bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu. Hann er eigandi fasteignasölunnar Lind.

Ótalmargir hafa brugðist við frásögn hans og sent honum kveðjur. Meðal þeirra eru þeir Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. „Gangi þér vel Hannes!“ skrifar Bjarni, á meðan kveðja Jóns er lengri: „Kæri vinur. Við höfum öll misstigið okkur á lífsleiðinni. Þú setur þetta í reynslubankann og stendur sterkari á eftir.“ Marta María Winkel, drottning Smartlandsins á mbl.is sendir Hannesi einfaldlega hjarta.

„Hvaða ömurlegu fjölmiðlar eru það sem ætluðu sér að velta sér upp úr þessu? Þvílíkt ruslaralið,“ segir Þór Saari, fyrrum alþingismaður, í athugasemd við færsluna.

„Elsku vinur! Upp og áfram, ekki dvelja við þetta, þú ert fyrir löngu búinn að sigra og eitt lítið hliðarskref breytir engu um það,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, afhafna- og veitingamaður.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -