Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Ráðist að Kára Stefánssyni úti á götu: „Maður byrjaði að öskra á mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tjáði sig oft og mikið á meðan faraldri kórónuveirunnar stóð og það fór illa í margt fólk.

Kári segir í viðtali við hlaðvarpið Skoðanabræður að þegar hann horfi til baka er ýmislegt sem hann myndi gera öðruvísi í sambandi við kórónaveiruna.

„Ef við færum aftur af stað og við vissum það sem við vitum núna og þessi pest kæmi, þá held ég að ég myndi leggja til að fólk undir fimmtugu yrði ekki bólusett. Annaðhvort undir fertugu eða fimmtugu. Bara vegna þess að með öllum lyfjum, hvort sem það eru bóluefni eða annað, þá ertu alltaf að meta annars vegar akkinn af því og hins vegar áhættuna sem þú tekur. Læknisfræði í dag er ekkert annað en sífellt mat á líkum,“ sagði Kári um málið.

Kári telur hins vegar að það þýði ekki að það séu ekki aðilar sem héldu uppi alls konar vitleysu um faraldurinn án þess að hafa þekkingu um málið. Hann telji að stjórnvöld hafi gert sitt besta í málinu, þó að einhverjar ákvarðanir hafi hugsanlega reynst rangar. Eftir á að hyggja.

„Þegar þessi faraldur varð raunveruleiki fyrir okkur hér uppi á Íslandi í mars árið 2020 þá leit þetta út fyrir að vera fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns. Þetta leit út fyrir að vera alveg gífurlega alvarlegt. Núna þegar við horfum til baka þremur árum seinna er enginn vandi að segja: Þetta var ekkert svona hættulegt. Og þar með fara þessar aðgerðir að hljóma eins og mikið ofríki. Ég held að vísu að það sé mjög gott að á meðan á þessu stóð hafi alls konar fólk í íslensku samfélagi verið að mótmæla þessum aðgerðum vegna þess að ef það hefði ekki verið þá byggjum við ekki við lýðræði,“ sagði Kári.

Þá hafi Kári sjálfur þurft að glíma við vitleysinga í hans persónulega lífi og verið sakaður um að vera græða milljarða á faraldrinum. Einnig hafi Kári orðið fyrir árásum fólks úti á götu. „Ég var til dæmis á Blönduósi með fjölskyldu minni þegar það stoppaði bíll og maður byrjaði að öskra á mig að fólk sé enn þá að deyja af lyfjum sem ég hafi gefið þeim í faraldrinum. Hann jós yfir mig þessum skömmum.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -