Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ragnar Þór hrifinn af Play

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera hafinn fyrir gagnrýni og viðurkennir fúslega að hafa hlaupið á sig er hann hélt því fram að flugfélagið Play væri í skattaskjóli. Eftir að hafa heimsótt höfuðstöðvar fyrirtækisins nýverið var hann hissa á hversu umfangsmikil starfsemin er orðin.

„Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á.“

„Eftir að hafa fundað með þessu kraftmikla og metnaðarfulla fólki varð mér ljóst að það voru mistök að tengja þessi tvö félög, Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög. Play verður vitanlega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ skrifaði Ragnar Þór í færslu á Facebook-síðu hans.

Líkt og Mannlíf hefur ítarlega fjallað um er flugfélagið Play á leið í loftið. Verkalýðsforinginn hreifst á metnaðnum hjá starfsfólki flugfélagsins sem bauð honum til fundar eftir að Ragnar Þór gagnrýndi flugfélagið nýlega í annarri færslu á samskiptamiðlinum. „Ekki grunaði mig hversu umfangsmikil starfsemin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem félagsmenn okkar eru á. Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá félaginu, margir með mikla reynslu af flugrekstri,“ segir Ragnar Þór.

Sjá meira hér: Play fer í loftið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -