Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ragnar Þór: „Og án nokkurs vafa glæpsamlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnieszka Ewa Ziólkowska, um tíma starf­andi for­maður Efl­ing­ar, fékk aðgang í upphafi árs að tölvu­póst­hólfum Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, sem hafði hætt sem for­maður stétt­ar­fé­lags­ins í nóv­em­ber 2021, og Við­ars Þor­steins­son­ar, sem hafði hætt sem fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar á sama tíma. Kjarninn greindi frá þessu í gær.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grafalvarlegt og án nokkurs vafa lögbrot. Hann segist þekkja það sjálfur í eigin starfi hve mikið af viðkvæmum upplýsingum megi finna í tölvupósthólfi formanns verkalýðsfélags. Ragnar skrifar á Facebook:

„Mjög svo sláandi lesning og ég vona að fólk geri sér grein fyrir alvarleika málsins.

Ég fer fyrir stéttarfélagi sem telur um 40 þúsund félaga og hef samhliða því verið iðinn við að skrifa um spillingu og sjálftöku í íslensku samfélagi. Ég fæ gríðarlegt magn tölvupósta þar sem fólk deilir mjög persónulegum hlutum, viðkvæmri stöðu sinni eða upplýsingum sem það telur eiga erindi til almennings án þess að þora að bera það á torg sjálft af hræðslu við afleiðingar sem það kann að hafa.

Til mín hafa leitað einstaklingar með upplýsingar og gögn sem hafa orðið grunnurinn af stórum og fjölmörgum spillingarmálum sem ég hef skrifað um. Gögn sem lúta að vafasamri eða brotlegri háttsemi einstaklinga eða fyrirtækja. Sumt af þessu hef ég skrifað um en öðru komið í farveg lögreglu eða eftirlitsaðila. Undantekningarlaust er beðið um algjöran trúnað í slíkum samskiptum.

Þann trúnað hef ég haldið og mun ávalt halda. Þannig skapast traustið.

- Auglýsing -

Við í VR fáum fjölda mála á ári hverju tengdum kröfu stjórnenda um aðgang að tölvupóstsamskiptum starfsmanna. Um það gilda skýrar reglur, svo skýrar að ekki þarf að bollaleggja mikið um hvað má og hvað ekki í þeim efnum og hvaða ferlum þarf að fylgja slíkum beiðnum.

Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt.

Og án nokkurs vafa glæpsamlegt.

- Auglýsing -

Reglur og lög um meðferð slíkra gagna eru alveg skýrar.

Siðferðislega spurningin er svo önnur því ekki hefði mér dottið í hug að kalla eftir því að fá aðgang að tölvupóstum fyrrum formanna VR, bara af því bara, finna mögulega einhvern skít, koma höggi á viðkomandi eða til þess að finna eitthvað neikvætt um mig sjálfan. Þó svo að ég hafi átt í deilum við nokkra þeirra í gegnum tíðina þá eru þetta einfaldlega mörk sem við stígum ekki yfir.

Ég vil með þessum skrifum fullvissa alla þá sem hafa sent mér tölvupósta eða gögn á netfang mitt hjá félaginu að reglur VR og ferlar varðandi meðferð á tölvupóstum starfsmanna eru með þeim hætti að óvinnandi vegur væri fyrir nýjan formann eða stjórnendur að komast í slík gögn með þeim hætti sem lýst er í grein Kjarnans, nema með aðkomu dómstóla.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -