1
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

2
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

3
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

4
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

5
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

6
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

7
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

8
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

9
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

10
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Til baka

Ragnar Þór svarar Sólveigu Önnu fullum fetum: „Barnalegt og kjánalegt að þykjast voða hissa núna“

Ragnar Þór Pétursson
Ljósmynd: Facebook
Ragnar Þór Pétursson Ljósmynd: Facebook

Ragnar Þór Pétursson svarar gagnrýnir Sólveigar Önnu Jónsdóttur og annarra um nýjan kjarasamning kennara, fullum fetum.

Fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann sendir pílur á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur gagnrýnt nýsamþykktan kjarasamning kennara og segir að samningurinn ætti ekki að koma neinum á óvart. Færslan hefst á eftirfarandi hátt:

„Ekki ein manneskja (sem á annað borð les fréttir) – og svo sannarlega ekki nokkur sála sem tengist stéttarfélögum – hefur misst af því hvað kjarabarátta kennara kjarnaðist um. Kröfurnar komu ítrekað og endalaust fram. Krafan voru efndir samkomulags um jöfnun launa og leiðrétting launa í takt við samanburðarhópa. Öll, sem kynnt hafa sér málið, vita líka að ítrekaðar greiningar hafa sýnt að þar hallar mest á KÍ (þótt að sjálfsögðu séu einstakir hópar í öðrum stéttarfélögum sem eiga sambærilega kröfu).“

Segir Ragnar Þór næst, það bæði „barnalegt og kjánalegt“ fyrir fólk að stíga nú fram og „þykjast voða hissa“:

„Þess vegna er barnalegt og kjánalegt fyrir fólk að koma fram núna og þykjast voða hissa á því að kennarar hafi með átökum og samstöðu náð samningi um fyrsta skrefið (takið eftir því) í þeirri leiðréttingu. Allt tal um að þetta sé í öðrum takti en eitthvað annað er uppgerðarskilningsleysi hjá fólki sem veit miklu betur. Sparið ykkur og okkur svona sýndarmennsku.“

Ragnar Þór segist í færslunni styðja fjölmörg stéttarfélög í kjarabaráttu sinni:

„Sem kennari hef ég stutt mörg stéttarfélög í sinni kjarabaráttu. Ég styð það að laun dugi fyrir framfærslu. Ég styð það að barnafjöskyldur geti búið ungmennum þroskavænleg skilyrði. Ég fyrirlít kerfi sem koma fram við verkafólk eins og vinnudýr og stend allan daginn með því að komið verði í veg fyrir meðferð eins og þá sem hefur verið í fréttum af ræstingafólki. Réttlæti eru mínir hagsmunir  hvort sem óréttlætið sem verið er að uppræta snýr að mér persónulega eða ekki.“

Að lokum beinir hann orðum sínum að Sólveigu Önnu og annarra talsmenn stéttarfélaga:

„Því segi ég þetta eitt: Talsmenn annarra stéttarfélaga. Það er neðan ykkar virðingar að láta sem þið hafið ekki vitað nákvæmlega um hvað kennarar eru búnir að vera að semja. Það er ykkur ósamboðið að styðja þær kröfur ekki. Og það kemur öllum best að átta sig á því að þetta var aðeins fyrsta skrefið í leiðréttingu okkar. Við munum fylgja þessu eftir og til þess hafa aðilar tvö ár. Að öðrum kosti heldur baráttan áfram og við munum taka hana alla leið.

Og búist nú við því.“

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Jói P og Króli skemmtu ungmennum ásamt öðrum listamönnum í sólinni í dag
Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Loka auglýsingu