Þriðjudagur 25. janúar, 2022
3.8 C
Reykjavik

Stórnotendur Facebook með sömu einkenni og fíklar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmargar sálfræðirannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlar á borð við Facebook og systurmiðilinn Instagram geti haft áhrif á geðheilsuna.

Facebook-fíkn er ekki viðurkennd greining en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að þessi samfélagsmiðill geti ýtt undir fíknihegðun.

Árið 2015 sýndi athyglisverð rannsókn að Facebook virkjar sömu heilastöðvar og fíknmyndandi efni.

MR-skannanir sýndu t.d. að heilamandlan og svæðið striatum virkjuðust þegar notendur horfðu á myndir á Facebook eða Facebook-merkið. Þessar heilastöðvar sem hér um ræðir stýra hvatvísi, en það eru þrjár leiðir dópamíns í heilanum.

Hefðbundnar daglegar athafnir losa vanalega um ca. þrjú boðefni í heilanum. Noradrenalín beinir hugsuninni að venjunni. Serótónín virkjar þá tilfinningu sem hin venjubundna athöfn vekur. Og dópamín kennir heilanum ákveðnar venjur og verðlaunar okkur fyrir að fylgja þeim.

Með tímanum fer heilinn að framleiða dópamín strax við væntingarnar um umbun, áður en athöfnin sjálf er framkvæmd en á móti minnkar dópamínframleiðslan ef umbunin skilar sér ekki.

Fjölgun þunglyndistilfella

- Auglýsing -

Notkun samfélagsmiðla og misnotkun fíkniefna eiga það sameiginlegt að gangsetja dópamínhringrásina í heilanum.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að stórnotendur Facebook sýna sömu einkenni og fíkniefnaneytendur.

En öfugt við fíkn í kókaín sem jafnframt lamar þá hluta heilans sem hafa hemil á hvatvísi, virka þessar stöðvar vel hjá Facebook-fíklum.

- Auglýsing -

Það þarf ekki að koma á óvart að fyrrum yfirmaður hefur afhjúpað að í upphafi hafi Facebook sótt innblástur beint til tóbaksiðnaðarins.

Rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk sem leitast eftir „læk“ á Facebook stríði við lágt sjálfsmat og jafnvel einskonar fíknivanda. Heilaskannar hafa náð að sýna fram á það hvað gerist í heilanum þegar þú skoðar Facabook.

Samanburðargreining á 50 rannsóknum hefur m.a. sýnt fjölgun þunglyndistilfella hjá fólki sem:

… eyðir miklum tíma á samfélagsmiðlum

… skoðar samfélagsmiðla oft

Kvíði hjá notendum jókst

Ein umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar sýnir að 1.500 Bandríkjamenn upplifðu aukna ánægju með því að hætta notkun Facebook í einn mánuð. Áhrifin voru mest hjá yngsta aldurshópnum.

Hins vegar valdi tíundi hver að halda áfram á Facebook eftir að rannsókninni lauk.

Önnur rannsókn bendir til að Facebook-flettingar auki hættuna á þeirri tilfinningu að missa af einhverju. Þessi ummerki sjást ekki í tengslum við Snapchat.

Þriðja rannsóknin kortlagði hvernig kvíði hjá notendum jókst í takti við þann tíma sem þeir eyddu á samfélagsmiðlum. Hvort kvíðinn stafar af notkun samfélagsmiðla eða hvort kvíðið fólk noti miðlana meira, var ekki fullyrt á grundvelli þessarar rannsóknar.

Í sumum rannsóknum hafa MR-skannanir sýnt minna af gráum heilavef en almennt er í svonefndum Accumbenskjarna í heila fólks sem notar Facebook mikið. Grái heilavefurinn er uppistöðuefni í heilanum og umlykur heilafrumurnar sjálfar.

Accumbenskjarninn er hluti af verðlaunakerfi heilans og virkjast þegar ástæða er til vellíðunar. Heilastöðin sendir þá t.d. gleðihormónið dópamín út í heilann. Kenningin er sú að færri heilafrumur í þessari heilastöð hafi áhrif á geðheilsuna.

Sálfræðingar benda t.d. á að samfélagsmiðlar þvingi fólk til að bera sig saman við aðra, einkum gildir það um yngra fólk. Þetta getur haft mikil áhrif á sjálfsmat.

Til viðbótar hafa rannsóknir sýnt að mjög virkir notendur samfélagsmiðla eiga erfiðara með að einbeita sér og hafa lakara minni.

Rannsóknir sem Facebook-fyrirtækið sjálft lét framkvæma miða að því að afsanna þetta en margir sálfræðingar benda líka á að samfélagsmiðlar kunni að hafa jákvæð áhrif en þau sé enn erfiðara að rannsaka.

Heimildir:

Hunt Allcott. 2019, 8. nóvember. The Welfare Effects of Social Media. Standford. Slóðin.

Jean M Twenge. 2018, 18. október. Associations between screen time and lower psychological well-being among children and adolescents: Evidence from a population-based study. National Library of Medicine. Slóðin.

Sunkyung Yoon. 2019, 1. april. Is social network site usage related to depression? A meta-analysis of Facebook–depression relations. Journal of Affective Disorders. Slóðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -