Föstudagur 1. júlí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Rappdrottningin Cell7 fer til Mallorca á morgun: „Sennilega að gefa út tvær plötur í haust“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins rappdrottning Íslands, Ragna Kjartansdóttir eða Cell7 eins og hún kallar sig. Eru árin hennar orðin 42 talsins.

Ragna byrjaði fyrst allra kvenna að rappa á Íslandi en það gerði hún til að byrja með í félagsmiðstöð í Kópavogi. Drengirnir í Subterranean höfðu svo samband við hana og ævintýrið byrjaði. Subterranean gaf út fyrstu plötuna sína árið 1997 en hún vakti mikla athygli og var meðal annars tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 1998. Í dag er hún í tveggja manna bandi sem ber heitir Red Riot ásamt Hildi Kristínu Stefánsdóttur, ásamt því að rappa ein sem Cell7.

Mannlíf heyrði í Rögnu og spurði hana út í afmælisdaginn.

„Ég hugsa að ég fari út að borða með börnunum og kærastanum mínum. Það er nú bara þannig því við erum að fara erlendis á morgun og það er bara heilmikil veisla út af fyrir sig. Ég er að fara til Mallorca með systrum mínum og við tökum börnin okkar með.“

Er blaðamaður Mannlífs spurði afmælisbarnið hvort eitthvað væri framundan á næstunni kom hann ekki af tómum kofanum, hann var troðfullur.

„Heyrðu já, ég er að fara að spila í Noregi í lok mánaðar. Svo er ég sennilega að gefa út tvær plötur í haust. Ég er líklega að fara að gefa út lag í mánuðinum með Moses Hightower og svo erum við Hildur í Red Riot að gefa út lag annað hvort í þessum mánuði eða þeim næsta, í júlí. Í haust kemur út sólóplata með mér og líka frá okkur í Red Riot.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -