Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Rasísk skila­boð skrifuð til Magnúsar:  „Ef þú ert brúnn eða svartur, farðu úr bænum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Secka, 19 ára gamall, var á leið í sumarfrí ásamt móður sinni, Söru Magnúsdóttur, þegar mæðginin urðu fyrir kynþáttafordómum.

Við stutt stop í vegasjoppu á Snæfellsnesi var límmiði límdur á hliðarspegil bíls þeirra með orðunum „If you are brown or black plea­se lea­ve this town“ eða „Ef þú ert brúnn eða svartur vin­sam­legast farðu úr bænum.“

„Ég sótti Magnús á Snæfellsnesi í gær, þaðan keyrðum við innar á Snæfellsnes og aftur keyrðum við að bíl hans. Þegar við leggjum bílnum til að hoppa yfir í annan bíl þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi… vitum ekki hvenær eða hvar hann var settur, en á einum af þessum tveimur stöðum… en þetta er snarlasið og þegar maður fer að spá í því, mjög óþægilegt og ferlegt bókstaflega,” segir Sara í færslu á Facebook. „Það þarf að berjast gegn þessu.“

Upphaflega birti Sara áningarstaðina í færslu sinni, en hefur tekið þá út enda segir hún atvikið ekkert hafa með starfsemi staðanna að gera.

„Það er náttúru­lega þannig að ef þetta hefði komið fyrir annars staðar en á Ís­landi væri hægt að kæra þetta sem haturs­glæp og gera eitt­hvað í þessu,“ segir Sara á­kveðin um málið í viðtali við Fréttablaðið.

- Auglýsing -

„Mér fannst þetta aðal­lega vera creepy og skrítið,“ segir Magnús, sem hefur ekki verið fórnarlamb svona árásar áður, en hann tók mynd af skilaboðunum og sendi áfram til vina sinna, sem héldu að um grín væri að ræða.

„Maður á ekki að þurfa að sitja undir lé­legu gríni eða vera með ein­hvern þykkan skráp af því að maður er ekki hvítur á litinn,“ segir Sara.

„Fólk á að fá að lifa sínu lífi í friði þrátt fyrir að það passi ekki inn í ein­hverja staðal­í­mynd sem er búið að búa til. Það er alltaf ömur­legt að lenda í svona og það þarf að berjast gegn svona hegðun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -