2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Rauð viðvörun á morgun

Veðurstona hefur gefið rauða viðvörun út fyrir höfuðborgarsvæðið. Rauða viðvörunin gildir frá kl. 7 á morgun, föstudag til kl. 11.

Í tilkynningu segir að búast megi við einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum með austan 20-30 m/s. Eins má búast við samgöngutruflunum á meðan veðrið gengur yfir og að flugsamgöngur leggist af.

Veðurstofan bendir á að hætt sé við foktjóni og hvetur byggingaraðilatil að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum.

„En við bendum á að innan höfuðborgarsvæðisins geta veðurskilyrði verið ólík eftir sveitarfélögum og hverfum. Örfá hverfi eru í þokkalegu skjóli fyrir austanátt og veðrið nær sér því síður á strik þar, en engu að síður er mikilvægt að allir íbúar fylgi ráðleggingum sem birtar verða,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum