• Orðrómur

Rautt pestó innkallað vegna aðskotahlutar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðföng hafa ákveðið að innkalla Himneskt Lífrænt rautt pestó, sem Aðföng flytja inn, eftir að glerbrot fannst í einni krukku. Innköllunin er í í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Krukkurnar sem um ræðir voru seldar í verslunum Bónus og Hagkaupa um allt land og eru neytendur sem keypt hafa vöruna beðnir um að neyta hennar ekki.Viðskiptavinir geta fargað vörunni eða skilað í þeirri verslun sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Varan sem um ræðir

- Auglýsing -

Innköllunin nær til:
Vörumerki: Himneskt.
Vöruheiti: Lífrænt rautt pestó.
Strikamerki: 5690350050692.
Nettómagn: 130 g.
Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022.
Framleiðandi: La Dispensa di Campagna Srl, Toskana.
Framleiðsluland: Ítalía.
Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -