Mánudagur 11. nóvember, 2024
7.7 C
Reykjavik

Réðust á dyraverði og ökumaður hársbreidd frá því að keyra á lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðastliðna nótt.

Rétt eftir klukkan hálf tíu í gærkvöld var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í bifreiðar í austurbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að maðurinn var ekki að gera tilraunir til innbrots heldur var hann einungis of drukkinn til þess að komast heim. Lögregla kom honum því til síns heima.

Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Einn þeirra ökumanna sem var stöðvaður í nótt, þegar klukkan var að nálgast tvö, var í svo annarlegu ástandi að hann ók á röngum vegarhelmingi og var við það að lenda á lögreglubifreiðinni. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Lögregla hafði eftirlit með skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt. Lögregla kannaði rekstrarleyfi ákveðins skemmtistaðar, sem kom í ljós að var útrunnið. Staðnum var því lokað. Á öðrum skemmtistað þurfti lögregla að hafa afskipti af dyravörðum. Í ljós kom að þeir voru ekki með tilskilin réttindi til starfsins.

Ráðist var á dyraverði á skemmtistað í miðbænum um klukkan hálf þrjú í nótt. Tveir gerendur voru handteknir og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Málið er í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Ofurölvi maður gekk berserksgang í miðbænum og braut bílrauðu. Lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn á vitrænan hátt og var því ekki annað í stöðunni en að handtaka hann og vista í fangageymslu.

- Auglýsing -

Um klukkan hálf þrjú í nótt bárust þónokkrar tilkynningar um mann sem var að veitast að fólki, skammt frá miðbænum. Lögregla handtók manninn þegar hún kom á staðinn og vistaði hann í fangageymslu. Maðurinn er grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg.

Fleiri réðust á dyraverði í nótt og var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til vegna slíks atviks. Þegar hún kom á staðinn neitaði gerandinn að segja til nafns og gat, samkvæmt lögreglu, ekki tjáð sig vitsmunalega. Því var ekki annað í stöðunni en að vista viðkomandi í fangaklefa og láta renna af honum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -