Miðvikudagur 27. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Regnbogafánar teknir niður á Héraði: „Er 185 á hæð og það er ekki sjens á að ég geti losað þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það var leiðinleg sjón sem blasti við Héraðsbúum í morgun en búið var að taka niður alla regnbogafánana sem höfðu verið settir upp nærri Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum, í tilefni Gleðivikunnar.

Íbúi á Fljótsdalshéraði birti ljósmyndir í Facebook-hóp íbúa Fljótsdalshéraðs, sem sýndu regnbogafána liggja í jörðinni við minnismerki um Vilhjálm Einarsson, silfurverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Við færsluna skrifaði hún: „Bíðum nú við? Eru hér kjánaprik að reyna að ná sér í athygli á ferðinni eða er okkar litla samfélag of þröngt til þess að fjölbreytileyki fái að þrífast, dafna og njóta sín?“

Mannlíf heyrði í Guðjón Hilmarssyni sem sér um Vilhjálmsvöll og sá um að hengja upp fánana en samkvæmt honum er talsvert mikið mál að ná niður fánunum. „Tveimur regnbogafánum var stolið í fyrra þannig að ég ákvað að hækka hankana sem halda snúrunni. Ég er 185 sentimetrar á hæð og það er ekki sjens á að ég geti losað þetta, ég næ ekki einu sinni upp í þetta standandi á jörðinni. Þannig að þetta er alveg vesen.“ Sjálfur segist Guðjón notast við pallbíl til að losa snúrurnar. Aðspurður hvort hann telji sökudólginn eða dólgana hafa notað stiga við verknaðinn svaraði Guðjón: „Eða tveir, ef þú ert á öxlunum á öðrum þá nærðu þessu.“

Guðjón segir að nú verði ráðist í það að hengja fánana upp aftur en regnbogafánar voru einnig teknir niður við Safnahúsið á Egilsstöðum en starfsmenn þess hafi verið það séðir að þeir höfðu aukasett tilbúið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -