• Orðrómur

Reiknar með að meirihluta fyrirtækja verði lokað

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Framkvæmdastjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar segir að fari svo að áfram verði ferðatak­mark­an­ir á flæði fólks til og frá land­inu næstu mánuðina, þá megi gera ráð fyrir því að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja verði lokað.

„Það er al­veg ljóst að ef það verða höml­ur í eitt eða eitt og hálft ár þá þarf að fá lausn­ir sem gera fyr­ir­tækj­um kleift að vera lokuð í þann tíma. Það þarf hið minnsta að gera fyr­ir­tækj­um kleift að bregðast við þeirri sviðsmynd,“ segir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann segir að ekki sé hægt að halda tekjulausum fyrirtækjum opnum til lengri tíma. Það sé ekki raunhæft. Fari svo að áfram verði ferðatakamarkanir á flæði fólks til og frá landinu megi reikna með að þúsundir fyrirtækja, eða meirihluti fyrirtækja á sviði ferðaþjónustu, verði lokað tímabundið. Skoða þurfi leiðir til að koma í veg fyrir gjaldþrot þessara fyrirtækja.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -