2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Reiknar með að meirihluta fyrirtækja verði lokað

Framkvæmdastjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar segir að fari svo að áfram verði ferðatak­mark­an­ir á flæði fólks til og frá land­inu næstu mánuðina, þá megi gera ráð fyrir því að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja verði lokað.

„Það er al­veg ljóst að ef það verða höml­ur í eitt eða eitt og hálft ár þá þarf að fá lausn­ir sem gera fyr­ir­tækj­um kleift að vera lokuð í þann tíma. Það þarf hið minnsta að gera fyr­ir­tækj­um kleift að bregðast við þeirri sviðsmynd,“ segir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann segir að ekki sé hægt að halda tekjulausum fyrirtækjum opnum til lengri tíma. Það sé ekki raunhæft. Fari svo að áfram verði ferðatakamarkanir á flæði fólks til og frá landinu megi reikna með að þúsundir fyrirtækja, eða meirihluti fyrirtækja á sviði ferðaþjónustu, verði lokað tímabundið. Skoða þurfi leiðir til að koma í veg fyrir gjaldþrot þessara fyrirtækja.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum