Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Rekstur Heimildarinnar orðinn sjálfbær – Hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimildin hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri sameinaðs félags Stundarinnar og Kjarnans árið 2023 og reksturinn orðinn sjálfbær.

Heimildin segir frá því í frétt sinni að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, hafi skilað jákvæðri afkomu á síðsta ári, á fyrsta rekstrarári félagsins eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðustu í byrjun árs 2023.

Fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgir ásreikningi útgáfufélagsins, að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins en rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Endnanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður.

Í yfirlýsingu aðstandenda félagsins fyrir samruma í lok árs 2022 kom fram að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þannig sjálfstæð blaðamennska og má því segja að afkoman sé í samræmi við þær yfirlýsingar. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“ Þar á Heimildin við Morgunblaðið helst, en Árvakur, sem gefur út blaðið er í meirihlutaeign auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur.

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að tekjuvöxtur félagsins milli ára hafi verið 38 prósent samanborðið við rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Tekjur sameinaðs félags námu alls rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023 en meðalfjöldi starfsmanna var 25.

Árið á undan, 2022, höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, en þá er talið með breytt uppgjör orlofsskuldabindinga og áhrif tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin á undan. Hitt samrunafélagið, Kjarninn miðlar, hafði tapað 11,2 milljónum sama ár.

- Auglýsing -

Síðastliðinn miðvikudagd var aðalfundur útgáfunnar en þá voru endurkjörin í stjórn félagsins þau Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson.

Enginn eigandi Sameinaða útgáfufélagsins, sem er í dreifðu eignarhaldi, er með meira en 7,6 prósent hlut.

Fram kemur einnig fram í skýrslu stjórnar félagsins að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. Einnig er minnst á að blaðamenn útgáfunnar hafi sætt langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

- Auglýsing -

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -