Föstudagur 25. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Reyndi að ræna Rúrik í Mílanó: „Ég náði að sjá um það, farið í ræktina strákar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrum Landsliðsmaðurinn og núverandi ofurfyrirsætan, Rúrik Gíslason, lenti í kröppum dansi í Mílanó á Ítalíu.

Rúrik var staddur á Ítalíu og ákvað að skella sér á tískuviku í Mílanó – einn frægasta tískuviðburð heims.

En þegar Rúrik var á heimleið á hótelið um miðja nótt réðst maður að honum og ógnaði með brotinni flösku.

Eins og við mátti búast var Rúrik með á hönd sinni afar glæsilegt, veglegt og rándýrt úr sem maðurinn vildi taka af Rúrik, sem var ekki á þeim buxunum, og þakkar fyrir að hafa verið duglegur í ræktinni á síðustu vikum:

„Það er gott að vera mættur aftur í ræktina eftir góða daga í Mílanó. Ég er mjög glaður með það að hafa verið duglegur í ræktinni undanfarið,“ sagði Rúrik í færslu á Instagram. Og segir svo frá frá því hvernig vopnaði maðurinn réðst að Rúrik:

„Um miðja nótt í Mílanó þegar ég var að ganga heim af pöbbnum, þá vildi einstaklingur ræna af mér úrinu. Hann var vopnaður flösku sem var brotin. Hann krafðist þess að fá úrið og reyndi að ráðast á mig en ég náði að sjá um það. Farið í ræktina strákar.“

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er hætti Rúrik í fótbolta árið 2020 og ákveð að einbeita sér að fyrirsætuferlinum – og blómstrar sem slíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -