Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

„Reynt að finna stað fyrir hann þar sem hann getur verið til friðs“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hávær krafa hefur verið undanfarið um að Helgi Magnús Gunnarsson verði rekinn úr starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Hann fullyrti að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína og spurði hvort það væri hér skortur á hommum. Nú hafa Samtökin 78 kært hann til lögreglu.

Fáir þekkja íslenskt réttarkerfi betur en Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, en hann segist á Facebook ekki hafa nokkra trú á því að Helgi verið rekinn. Hann verði þó líklega færður til í starfi.

„Þeim fer fækkandi þessum „frekju kalla“ gaurum í refsivörslukerfinu sem betur fer. Enn er þó nokkrir eftir eins og þessi Helgi og Jón H.B. Snorrason. Jón hefur verið fluttur á milli embætta og reynt að finna stað fyrir hann þar sem hann getur verið til friðs,“ segir Guðmundur Ingi.

Hann segir fleiri dæmi um þetta og þau séu nýleg. „Þessir gæjar eru aldrei reknir heldur aðsins fluttir á milli stóla. Það er ekki langt síðan Skúli Þór Gunnsteinsson lögfr. hjá Dómsmálaráðuneytinu var fluttur á milli ráðuneyta og yfir í samgöngumálin einmitt vegna óviðgeindi hegðunar og orða en hann var svo verðlaunaður og gerður að formanni nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.

Það verður því spennandi að sjá hvert Ríkissaksóknari muni flytja Helga og enn meira spennandi að sjá hvernig verðlaun hann fær svo í kjölfarið kannski nokkrum mánuðum seinna.“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er aftur búinn að koma sér í klandur. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína og spurði hvort það væri hér skortur á hommum. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti sér og ríkissaksóknari er að skoða málið, enn og aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -