Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Reynt að koma í veg fyrir að fólk geti svikið út lyf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf sagði frá því í janúar að söngkonan Íris Hólm Jónsdóttir, varð fyrir því um jólin að fá ekki lyfin sín afhent af því að önnur kona hafði leyst þau út. Íris var lyfjalaus yfir hátíðirnar og þurfti svo að leita til læknis til að fá ávísun á næsta skammt.

Ókunnuga konan hafði farið í apótekið, framvísaði skilríkjum og leyst lyf Írisar út. Konan á enga refsingu yfir höfði sér. Hún braut hvorki reglur Lyfjastofnunar né framdi glæp samkvæmt skilningi lögreglu.

„Svo fór ég í þetta tiltekna apótek og tilkynnti þetta og þá varð þetta eiginlega bara eins og atriði í bíómynd; það kom kona inn á sama tíma og ég heyrði hana segja frá því að vinkona hennar hafi lent í því að ADHD-lyfjunum hennar hafi verið stolið. Ég spurði um nafnið á manneskjunni sem tók út lyfin og þá var það sama manneskjan og tók mín lyf,“ sagði Íris í samtali við Mannlíf.

Svipuð atvik hafa nokkrum sinnum komið upp er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, það er að lyf hafa verið leyst út af öðrum en eiganda lyfjaávísunar, án heimildar hans. Því hefur verið skerpt á túlkun og framkvæmd ákvæðis í 18. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Skriflegt umboð og persónuskilríki

Þann 10. mars næstkomandi ganga í gildi breytingar sem varða afhendingu lyfja í apótekum. Eftir það verður einungis heimilt að afhenda lyf eiganda lyfjaávísunar, eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent. Til að ótvírætt sé hver geti talist umboðsmaður verður framvegis kallað eftir skriflegu umboði þess sem sækir lyf í apótek fyrir annan en sjálfan sig. Framvísa þarf persónuskilríkjum hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann.

- Auglýsing -

Á vef Lyfjastofnunar segir að sá sem sækir lyf fyrir annan en sjálfan sig skal leggja fram skriflegt umboð í apóteki. Umboðið eða afrit þess skal geymast í apótekinu. Sé þörf á áframhaldandi aðstoð við að sækja lyf fyrir þann sem umboðið veitti, getur umboðsmaðurinn óskað eftir að skjalið verði ljósritað í apótekinu, ljósritið verði varðveitt þar, en umboðsmaðurinn haldi frumritinu og geti framvísað því síðar eftir þörfum.

Sjá einnig: Ekkert glæpsamlegt við að svíkja út lyf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -