2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Reynt að ráða Jóhannes af dögunum með eitri

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi starfsmaður Samherja, segir undarlega hluti hafa farið að gerast í kringum hann um leið og hann hætti hjá Samherja í júlí árið 2016. Jóhannes segir frá þessu í viðtali við Kastljós sem sýnt verður í kvöld.

Þar kemur fram að namibíska lögreglan rannsaki nú tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum. Hann segir skrítna hluti hafa farið að gerast og að skrítið fólk hafi komið inn í líf hans um leið og hann lét af störfum hjá Samherja.

Jóhannes segir frá því að fólk í kringum hann hafi ráðlagt honum að fá sér líffverði og öryggisúttekt hafi leitt í ljós að oftar en einu sinni hafi verið eitrað fyrir honum í gegnum mat og drykk. Á tímabili var hann með allt upp í 13 lífverði í vinnu. „Gert bæði í gegnum drykkjarföng og mat,“ segir Jóhannes þegar hann er spurður úr í eitrið. Hann kveðst hafa grun um hver beri ábyrgð á eitrinu.

Kastljós er á dagskrá klukkan 19.35 á RÚV í kvöld.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Var með nagandi samviskubit

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum