- Auglýsing -
„Í hvaða veröld lifir Sjálfstæðisflokksfólk? Hjón sem bæði voru á 6. taxta Starfsgreinasambandsins eftir þrjú ár og áttu tvö börn greiddu engan skatt árið 2007. Barnabætur voru hærri en staðgreiðslan. Í dag greiða þessi hjón 72 þús. kr. á mánuði í skatt.“ Svona byrjar færsla Gunnar Smára Egilssonar, foringja Sósíalistaflokksins, á Facebook.
Með færslunni birt Gunnar Smári auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum sem prýðir formanninn sjálfan, Bjarna Benediktsson en á auglýsingunni stendur „lægri skattar og aukinn kaupmáttur“.
Gunnar Smári hélt svo áfram með að rífa Sjálfstæðisflokkinn í sig:
„Og þetta vita allir. Líka kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað stórkostlega skatta á venjulegt fólk. Til að lækka skatta á auðugasta fólkið.
Málið er að Sjálfstæðisflokkurinn ávarpar ekki almenning í áróðri sínum heldur aðeins þau ríku. Og fær atkvæði hinna ríku og svo fávitana sem halda að þeir eigi að borga hærri skatta svo hin ríku borgi lægri skatta.
Vandinn er síðan að alls óskyldir flokkar, sem allt annað fólk kýs, styður þessi hagsmunasamtök hinna ríku til valda.“