Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Ríkisendurskoðun fær bréf frá Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisendurskoðun fékk í dag bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benedikssyni, en hann fer fram á að hún kanni hvernig til tókst við sölu á rúmlega 22% hlut í Íslandsbanka. Bjarni segir hlutverk embættisins vera meðal annars að hafa eftirlit með framkvmæd samninga ríkisins við einkaaðila og eftirlit með starfsemi og árangri ríkisins.

„Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda sem borið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar,“ segir Bjarni í bréfi sínu. „Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.“

RÚV fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -