Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar kl. 16:00 í forsætisráðuneytinu í dag um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Formenn stjórnarflokkanna munu segja frá þingmálaskrá og verkefnalista á vorþingi. Farið verður yfir ýmis frumvörp, reglugerðarbreytingar og aðrar aðgerðir á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 16:00 fyrir utan ríkisstjórnarsalinn á 5. hæð á Hverfisgötu 4-6. Að kynningu lokinni munu formenn stjórnarflokkanna svara spurningum fjölmiðla úr sal.
Áhugavert verður að sjá hvort tillögur almennings um niðurskurð komi fram á fundinum en ríkisstjórn leitaði til íbúa landsins til aðstoða sig í að greina hvar væri hægt að spara.