Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin næði ekki nema 15 þingsætum ef kosið yrði í dag: „Hún er vitaskuld dauð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson samfélagsrýnir bendir á þá staðreynd að ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag, næði ríkisstjórn Íslands ekki nema 15 þingsætum af 63 sem í boði eru.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um niðurstöður nýjust skoðanakönnunar Maskínu, sem sýnir afhroð Sjálfstæðisflokksins í fylgi á landsvísu. Yrði kosið í dag, næði ríkisstjórnin ekki nema 15 þingmönnum inn.

„Síðasta könnun Maskínu á fylgi flokkanna er í raun býsna ótrúleg og þess vegna verður afar fróðlegt að sjá nýja Gallup könnun eftir fáeina daga.

Maskínukönnunin ætlar ríkisstjórninni aðeins 15 þingmenn!
Sjallar með 9 og Framsókn með 6!

Það þýðir að 22 þingsætum væri stjórnin að tapa.“ Þannig hefst færsla Björns en í seinni helming færslunnar segir hann það ólýðræðislegt að fylgislaus ríkisstjórn „hangi við völd“ vegna útkomu kosninga þremur árum áður.

„Ef næstu kannanir verða á svipuðum nótum er þessi ríkisstjórn ekki að fara að þrauka veturinn framundan.
Hún er vitaskuld dauð, en þorir ekki að horfast í augu við þá staðreynd.
Að fylgislaus ríkisstjórn hangi við völd vegna kosningaúrslita fyrir þremur árum er hreint ekki lýðræðislegt.
Í nútímanum er svo auðvelt að mæla fylgið með býsna áreiðanlegri nákvæmni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -