Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Risastór stéttarfélög lýsa yfir stuðningi við kennara: „Vanmat á kvennastörfum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæði BSRB og BHM hafa lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir kennara sem standa nú yfir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi en verkföllin hófust í lok október en fara aðeins fram í hluta skóla á landinu. Ekkert þokast í viðræðum Kennarasambands Íslands og SÍS en SÍS telur kennara fram á allt of háa launalækkun meðan kennarar telja sig vera sárlega vanmetna þegar kemur að launum. 

„BSRB lýsir yfir stuðningi við baráttu Kennarasambands Íslands vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið. Kennarastéttin er að stórum hluta kvennastétt sem býr við kerfisbundið vanmat á störfum þeirra sem birtist í lægri launum þeirra samanborið við önnur störf sem telja má jafnverðmæt.

Vanmat á kvennastéttum er talin ein meginástæða launamunar kynjanna og birtist í kynjaslagsíðu á þeim atriðum sem hafa áhrif á launasetningu starfa, svo sem ábyrgð, álagi og starfsumhverfi. Við höfum byggt velferðarkerfið okkar á þessum ómissandi störfum en opinberir atvinnurekendur hafa veitt sjálfum sér afslátt við launasetningu ómissandi kvennastétta. Þessu þarf að breyta og BSRB styður leiðréttingu launa kvennastétta og þar með viðurkenningu á verðmæti þeirra fyrir samfélagið allt,“ segir í tilkynningu frá BSRB um verkfallið.

„Bandalagið hefur lagt sín lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir launajafnrétti m.a. með setu í aðgerðarhópi um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Kennarastéttin hefur sérstöðu hvað kynjaskiptingu varðar, hún er að stærstum hluta kvennastétt og í skýrslu aðgerðarhópsins kom fram að laun séu almennt lægri í starfsgreinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á kvennastörfum er meginástæðan fyrir launamun kynjanna. Þrátt fyrir lögbundna reglu um launajafnrétti er enn glímt við umtalsverðan launamun.

Kennarastéttin er ein af grunnstoðum samfélagsins og forsenda menntunar þjóðar. BHM stendur með traustri menntun, framtíðinni og kennurum!“ segir BHM í sinni tilkynningu um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -