Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Róbert var ástandsbarn: „Ég vissi að hann hefði verið tæknimaður í leyniþjónustu flughersins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Siglfirðingurinn, sjóarinn og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hann titlar sig ástandsbarn þar sem blóðfaðir hans var tæknimaður í bandarísku leyniþjónustunni en Guðfinnur Aðalsteinsson gekk honum í föðurstað þegar hann var ungabarn.

„Já, blóðfaðir minn er Ameríkani,“ svaraði Róbert er Reynir spurði hann út í þá staðhæfingu hans að hann sé „ástandsbarn“. „Ég hitti hann ekki fyrr en ég var orðinn fertugur. Þá eignaðist ég fjögur systkini í Bandaríkjunum. En ég vissi það alveg frá barnsaldri að ég ætti föður þarna úti en Guðfinnur var minn eini faðir, ól mig upp og allt það.“

Róbert segir að hann hafi alltaf upplifað sig sem öðruvísi en aðrir krakkar þegar hann var að alast upp. „Svona eftir á að hyggja þá sé ég að ég átti fullt af erfðaefni frá Bandaríkjunum. Þegar maður lítur til baka þá var maður ekki alltaf eins og hinir.“

Aðspurður hvort hann hafi orðið fyrir einhverjum leiðindum frá Siglfirðingum varðandi það að vera ástandsbarn sagði Róbert ekki svo hafa verið. „Nei, nei. Ég held að þeim hafi verið alveg sama. Ég held að þeir hafi haft meiri áhyggjur af því hvernig ég var heldur en hvaðan ég kom,“ sagði Róbert og skellti upp úr. „Ég held að það hafi verið meira vandamál.“

Reynir spurði Róbert hvernig hann hafi fundið blóðföður sinn.

„Þetta var þannig að ég átti orðið tvær dætur og þú veist hvernig ræturnar eru, þú getur ekki skilið eftir tómarúm þarna. Ég vissi að hann hefði verið tæknimaður í leyniþjónustu flughersins. Ég gúgglaði og fann fjóra með nafnið en aðeins einn þeirra var með tölvupóstfang á þeim árum. Og ég slengdi bara emaili á hann. Og hann kannaðist við málið.“ Róbert hitti blóðföður sinn þremur mánuðum seinna þegar hann átti leið til Mexíkó og kom við í Bandaríkjunum. „Það fór bara vel á með okkur.“

- Auglýsing -

Reynir spurði hann hvort þeir feðgar væru líkir. „Já, við erum svolítið líkir. En það er svo skrítið að þegar ég var að fara að yfirheyra hann um þetta, þá var bara lokuð bók,“ svaraði Róbert og var þá að tala um starf föður hans hjá leyniþjónustunni. „Þetta var mjög skrítið, hann var löngu hættur og allt úrelt sem hann vissi en það skipti engu máli.“

Reynir spurði Róbert hvort samband þeirra hafi nokkuð verið feðrasamband. „Nei, en þetta var svona vinasamband. Þetta er svolítið merkileg ætt. Þetta eru franskir Húgenottar (e. Huguenots), ættbálkur sem var hrakinn 1650 og eitthvað frá Frakklandi og yfir til Englands og þaðan yfir til Bandaríkjanna. Sá gamli rétti mér þetta í hendurnar og sagði mér að ég yrði að kynna mér þetta. Hann var mjög stoltur af því að ættin ætti skjaldamerki, því ættfaðirinn sem var hrakinn í burtu var markgreifi af Poitiers í Frakklandi. Húgenottarnir, voru Lútherstrúar og voru lagðir í einelti af Kaþólikkum því þeir voru eiginlega betur menntaði hluti Frakka.

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -