Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Róbert Wessman hringir bjöllunni á bandarískum hlutabréfamarkaði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Áætlað er að líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech fari á Bandaríkjamarkað á morgun. Hlutabréf fyrirtækisins verða þá tekin til viðskipta á Nasdaq markaðnum í New York. Áætlað er að viðskipti með hlutabréf Alvotech geti einnig hafist á First-North markaðnum í Kauphöllinni þann 23. júní.

„Þetta eru afar spennandi skref fyrir Alvotech teymið, samstarfsaðila okkar og alla þá sem vilja stuðla að auknu framboði líftæknilyfja sem uppfylla ítrustu kröfur og lækka kostnað heilbrigðiskerfisins,“ sagði Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins í tilkynningu vegna viðskiptanna fyrr í mánuðinum.

Fyrr í mánuðinum samþykkti sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition Corp. II öfugan samruna við Alvotech. Markaðsvirði sameinaðs félags við skráningu á markað er 2,25 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæplega 290 milljarðar íslenskra króna. Það þýðir að við skráningu í Kauphöllina verður Alvotech annað verðmætasta félagið í Kauphöllinni, á eftir Marel.

Það má því gera ráð fyrir því að Róbert Wessman hringi hinni sögufrægu bjöllu á Nastaq markaðnum í New York á morgun. Það telst stórt skref fyrir íslenskt fyrirtæki að fara inn á bandarískan hlutabréfamarkað.

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni. 

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -