2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Rökstuddur grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á brunanum í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 bendir til að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Þetta kom fram á upplýsingafundi um brunann sem hófst klukkan 17.30 í dag.

Þar svöruðu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn spurningum.

Þar kom einnig fram að karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í Rússneska sendiráðinu í tengslum við brunanna var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Dómari féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald.

Um mann á sjötugsaldri er að ræða. Sá var íbúi í húsinu og hefur lögregla rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað í kringum vistarverur þess handtekna.

AUGLÝSING


Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt. „Við teljum okkur geta fullyrt að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir.

Ekki voru gefnar upp frekari upplýsingar um eldsupptök en málið er rannsakað sem sakamál að sögn Ásgeirs.

Húsið er gjörónýtt eftir brunann. Mynd / Hallur Karlsson

Sjá einnig: Þrír látnir og tveir á gjörgæslu

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum