Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rúrik minnist móður sinnar: „Hún var mér allt, hún var fjölskyldunni allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Sandhausen í Þýskalandi minnist móður sinnar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag.

Þóra Ragnarsdóttir, móðir Rúriks lést á líknardeild Landspítalans 16. apríl eftir stutta baráttu við krabbamein, hún var 66 ára að aldri. Þóra skilur eftir sig eiginmann, þrjú börn, og sex barnabörn.

„Elsku móðir mín, sem ég átti svo einstakt saband við, elskaði svo heitt og leit mikið upp til, er látin. Það er óraunverulegt að þurfa að rita þessi orð um mömmu mína sem kvaddi allt of snemma eftir stutta baráttu við krabbamein. Sorgin er mikil og mörg hjörtu eru í þúsund molum fyrir vikið. Hún var mér allt. Hún var fjölskyldunni allt,“ segir Rúrik.

„Mamma var einstaklega gjafmild og lifði fyrir að hjálpa öðrum og gefa af sér. Hún var góð móðir og góður vinur vina sinna. Mamma gerði mig stoltan og hún sagði mér og sýndi að hún var líka stolt af mér.

Mamma var mér hvatning og veitti mér innblástur. Hún gaf mér ást, umhyggju, hlýju og gott uppeldi. Mamma vildi öllum vel og var traust. Hún talaði ekki illa um aðra heldur var hún dugleg að hrósa fólki og hvetja það til dáða. Mamma var með stórt hjarta og það sýndi sig svo ótal sinnum á marga mismunandi vegu,“ segir Rúrik.

Þóra var 66 ára að aldri

Rúrik segir móður sína ekki hafa tapað húmornum, þrátt fyrir veikindi hennar. „Mamma tapaði aldrei húmornum sínum, sagði brandara fram á síðasta dag þrátt fyrir að vera mikið veik, og hló svo með sínum smitandi hlátri. Það var dýrmætt og lærdómsríkt að fá að eyða með henni síðustu dögunum á líknardeild Landspítalans og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir þeirra viðmót og góða starf sem þar er unnið. Minningarnar eru endalausar og þær munu lifa.“

- Auglýsing -

Töluðu saman daglega þrátt fyrir að búa í sitt hvoru landinu

„Þrátt fyrir að við byggjum hvort í sínu landinu síðastliðin 15 ár náðum við að eyða miklum tíma saman hvort sem það var á Íslandi eða erlendis. Við ferðuðumst mikið saman og höfðum oft orð á því að við værum að skapa minningar. Facetime-símtölin hlaupa á þúsundum og byrjuðu allir dagar hjá mér á símtali til hennar með morgunkaffinu. Hún var minn stuðnings­maður númer eitt, ásamt pabba, og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Söknuðurinn er gríðarlegur en ég reyni að hugsa til þess sem hún sagði í hvert skipti sem við kvöddumst: „Við skulum ekki vera leið þegar við kveðjumst, heldur gleðjast og brosa þegar við hittumst næst.“

Ég verð áfram hér og mamma er þar en í huganum verðum við alltaf á sama stað.

- Auglýsing -

Rúrik Gíslason.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -