Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Rússnesku hjónin Anton og Viktoria verða send úr landi á miðvikudaginn: „Þetta er ekki réttlæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingastofnun hefur nú neitað rússnesku hjónunum Anton og Viktoriu Garbar um hæli hér á landi.

Viktoria og Anton

Mannlíf gerði frétt fyrir skemmstu þar sem rætt var við Anton en hann var þá að kvarta yfir hávaða á Hótel Sögu þar sem hann dvaldi ásamt eiginkonu sinni og fleirum hælisleitendum. Bæði byrjuðu framkvæmdir á hverjum degi fyrir klukkan átta á morgnana og brunavörnin var biluð og fór í gang reglulega með tilheyrandi svefntruflunum.

Sjá einnig: Hælisleitendur kvarta undan stöðugum hávaða: „Mér líður í raun hræðilega“

Hjónin komu hingað til lands fyrir sjö mánuðum eftir að hafa flúið heimalandið Rússland en þau voru bæði virk í mótmælum gegn innrás Pútíns inn í Úkraínu og var þeim því ekki stætt á að dvelja lengur þar í landi. Í morgun hringdi lögreglumaður í Anton og tjáði honum að þeim hafi verið neitað um hæli og að þau yrðu flutt til Mílanó á Ítalíu klukkan fimm á miðvikudagsmorgunn. Þess má geta að hjónin ráku ferðaþjónustu í Rússlandi sem hefur í fjögur ár átt í samskiptum við Ísland en einmitt þess vegna sóttu þau um hæli hérlendis.

Aðspurður hvað tæki við þeim í Mílanó svaraði Anton: „Ég veit það ekki … ég veit bara að aðstæðurnar á Ítalíu eru ekki góðar. Þar er engin vinna fyrir okkur, húsnæði, hjálp eða annað.“ Anton sendi línu á mannréttindasamtök í Mílanó-borg varðandi hýsingu en svörin voru á þá leið að þau gætu litla hjálp fengið á meðan verið væri að fara yfir mál þeirra á Ítalíu en að mögulega gætu þau fengið inni í sérstökum flóttamannabúðum eða miðstöð flóttamanna.

- Auglýsing -

Í síðustu viku gerði Anton heiðarlega tilraun til að ná tali af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og höfða til mennsku hans, þegar hann tók eftir honum fara inn í bíl við Alþingishúsið. Jón hafði hins vegar engan áhuga á samtali og keyrði í burtu. Anton var einnig að reyna að rétt honum skjöl með upplýsingum um þau hjónin en þar er farið rækilega yfir ástæðu þess sem þau sótt um hæli á Íslandi. Það sem Anton heyrist segja í myndbandinu við Jón er eftirfarandi: „Er of erfitt að opna glugga og taka við þessum upplýsingum um okkur? Þetta er ekki réttlæti.“

Hægt er að sjá samtalstilraunina hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Þau Anton og Viktoria hafa ekki gefið upp alla von um að fá að vera hér en þau stofnuðu undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að þau fái hér dvalarleyfi. Hægt er að skrifa undir hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -