• Orðrómur

Rúta á leið til Hvammstanga fauk út af veginum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar rúta með 20 manns innanborðs fauk út af veginum á leið sinni austur á Hvammstanga um hádegisbil í dag.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, upplýsti að ekki hefðu orðið nein stórslys á fólki.

Slæmt veður er á norðanverðu landinu í dag og afar hvasst. Að sögn Davíðs eru björgunarsveitir í startholunum þar sem veður er hvað verst, svo hægt sé að kalla hópa út með litlum fyrirvara.

Björgunarsveit var kölluð út á slysstað og vann að því að koma fólki úr rútunni og á hótel í grenndinni.

„Við hvetj­um fólk til þess að vera meðvitað um það að það er kom­inn vet­ur og það get­ur verið slæm færð. Það er mik­il­vægt að fylgj­ast með færð á veg­um og veður­spám áður en haldið er af stað, sér­stak­lega hvað varðar ferðalög á milli lands­hluta,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is, en svipuð spá er fyrir morgundaginn og því mikilvægt að vera við öllu búinn.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -