Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

RÚV sagði upp heyrnarlausri konu eftir 36 ára starf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær mál Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur gegn Ríkisútvarpinu. Sigurlín fer fram á að fá staðfest með dómi að vinnusamband hennar við RÚV hafi verið launþegasamband en ekki verktakavinna eins og RÚV hélt fram. Sigurlín starfaði hjá RÚV frá árinu 1985 til 2021 við flutning táknmálsfrétta þegar henni var sagt upp störfum.

Í stefnunni segir að skriflegur samningur hafi verið gerður við Sigurlín árið 2008 eftir 23 ár í starfi. Samningurinn var nefndur Verksamningur en þar kemur fram að stefnandi taki að sér að vera verktaki. Í stefnunni er einnig bent á að Sigurlín hafi oft á starfsferlinum óskað eftir að vera launþegi hjá fyrirtækinu en RÚV hafi krafist verktakasambands. Í júlí árið 2021 var henni sagt upp störfum en í kjölfarið hófust viðræður um áframhaldandi störf hennar. Ekkert hefur gerst í þeim málum frá því í nóvember sama ár.

„Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á líf stefnanda og valdið henni miklu tjóni,“ segir í stefnunni en Sigurlín hefur átt mjög erfitt með að fá vinnu vegna heyrnarleysis. DV greindi frá málinu í morgun og leitaði meðal annars viðbragða hjá Eiríki Stefánssyni, útvarpsstjóra RÚV, sem sagði málið í hefðbundnu ferli í höndum lögmanns fyrirtækisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -