Laugardagur 12. október, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Sá grunaði í Selfossmálinu lést í Taílandi – Engin ákæra gefin út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolsenikovu á Selfossi í apríl í fyrra, lést í vikunni.

Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu verður lokið þó svo að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út á hendur manni á þrítugsaldri, sem grunaður var um að vera valdur að dauða hennar.

Í samtali við Vísi staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðsdómi, fréttirnar. Segir hann að matsmenn hafi verið dómkvaddir til að skera úr um orsök andláts Sofiu og að enn sé beðið eftir niðurstöðu þeirra.

Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi látist þar sem hann var staddur í Taílandi en ekki liggur fyrir upplýsingar um dánarorsök hans.

Hinn grunaði í máli Sofiu er ekki aðeins grunaður um að valda dauða hennar, heldur einnig að hafa spillt sönnunargögnum í málinu áður en lögreglan var látin vita um andlátið, með því að færa lík Sofiu.

Sá grunaði neitaði að hafa myrt Sofiu en í fyrstu skýrslutökunni sagði hann Sofiu hafa dáið vegna ofskammts fíkniefna. Sagðist hann hafa komið að henni meðvitundarlausri á gólfi neðri hæðar heimilis þeirra og að hún hafi þá þegar verið orðin stíf.

- Auglýsing -

Sagði hann að þetta hafi gerst tveimur klukkustundum eftir að þau luku samförum sem fól í sér að maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Fyrir dómi var því haldið fram að þau hefðu bæði verið undir áhrifum kókaíns þegar meint kynlíf hafi átt sér stað en það hafi þau stundað frá kvöldi fram til morguns.

Breytti maðurinn nokkrum sinnum framburði sínum frá fyrstu skýrslutöku.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -