Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sá mann á svölunum með langa byssu: „Hann ætlaði augljóslega að drepa okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann ætlaði augljóslega að drepa okkur,“ segir maður sem ásamt syni sínum varð fyrir skotárás fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði í gær í kvöldfréttum RÚV. Hann þakkar guði fyrir að þeir séu á lífi.

Samningamaður lögreglunnar sem ræddi við skotmannin, segir að: „útkallið hefði auðveldlega getað farið illa.“ Vopnuð útköll vegna notkunar skotvopna voru rúmlega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2016.

Á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa atburðarásinni

Gærmorguninn hófst venjulega, þegar Mateuz Dariusz fór með son sinn á leikskólann Víðivelli í gær. Feðgarnir mættu snemma og voru að bíða eftir að leikskólinn opnaði, þegar skotið var á bíl þeirra.

- Auglýsing -

Matheus er búinn að búa á Íslandi í 11 ár, en hann er lærður bílvélavirki og vinnur á verkstæði í Reykjavík. Hann og kona hans eiga tvö börn, dóttur sem er 1 árs og sex ára son. Hann talar bæði íslensku og ensku, en eftir árásina í gær er honum mjög brugðið og á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa atburðarásinni. Jafnvel á sínu eigin móðurmáli. Hann segir að hann og sonur hans mæti alltaf 5 mínútum áður en að leikskólinn opnar og bíði fyrir utan og ræði saman.

Sá mann á svölunum með langa byssu

„Svo heyrði ég einhvers konar smell. Fyrst hélt ég að þetta væri hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki mjög hár, en hann heyrðist vel. Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo gleri rigna yfir bakið og höfuðið á mér. Ég steig út úr bílnum til að sjá hvað hefði gerst – hvort einhver hefði kastað steini í bílinn eða hvað. Þá sá ég mann á svölum með langa byssu. Hann miðaði á okkur og byrjaði að hrópa: Hvað etu að gera? Hættu þessu! Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Það var enginn annar á bílastæðinu nema við feðgarnir. Þegar ég hrópaði hátt á hann hrökk hann við. Ég spurði hann af hverju hann væri að þessu? Hann svaraði að hann héldi að hann væri einhver glæpamaður.“

- Auglýsing -

Aðpurður hvort að skotmaðurinn hefði spurt hann að þessu, svarar hann því játandi.

Fengið mjög á 6 ára son hans

Mateuz Dariusz segir að atburðurinn hafi fengið mjög á son hans. Hann meðal annars þurft að hrópa á hann til þess að fela sig á gólfinu í bílnum. Mateuz ákvað í kjölfarið að fara með drenginn á leikskólann til að koma honum á öruggan stað. Og ræðir svo ekkert meira við hann þangað til að hann var kominn aftur heim úr leikskólanum.

„Við komum heim og drengurinn sagði mömmu sinni hvað hefði gerst. Hann sagði að vondur maður hefði brotið rúðuna í bílnum og pabbi hefði hrópað á hann mjög hátt. Hann veit hvað kom fyrir, að maðurinn skaut á bílinn okkar og braut rúðuna. Þannig skilur hann atburðinn. Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. “

Þau hafa fengið mikið af hughreystandi skilaboðum í kjölfarið, en Mateuz segir að hann sé ennþá í sjokki og geti ekki trúað því að svona nokkuð gæti gerst hér.

Árásarmaðurinn var vistaður á stofnun í dag. Samningamenn töluðu við manninn í 5 tíma í gær og var hann í kjölfarið vistaður á viðeigandi stofnun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -