Sættir sig ekki við taprekstur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Svava Johansen, eigandi NTC sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, reiknar með að afkoma ársins 2019 verði betri en í fyrra en samkvæmt ársreikningi NTC fyrir árið 2018 nam tap félagsins þá 26 milljónum króna.

Svava segir afkomu ársins 2018 hafi verið vonbrigði en segir að stjórn NTC sætti sig ekki við taprekstur á rekstrarárinu 2019. Þessu greinir hún frá í ítarlegu viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Svava segir launa- og leigukostnað ársins 2018 hafa étið upp allan hagnað. „Við höfum lagt enn meira á okkur þetta árið til að reyna að halda kostnaðinum betur í skefjum,“ segir Svava í samtali við VB.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...