Fimmtudagur 23. mars, 2023
1.8 C
Reykjavik

Safna fyrir sjúkrabörum á Hornstrandir: „Annað hvort er Ingibjörg aumingi eða hún er brotin“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þann 10. júlí lögðu 18 konur upp í ævintýraför til Reykjarfjarðar á Hornströndum. Sumar þekktust, aðrar ekki en samveran og undursamleg náttúran við Drangajökul sá til þess að allar nutu sín og bundust þær sterkum vinaböndum þarna við jökulröndina. Gleðin var við völd og nutu konurnar bæði útivistar og afslöppunar í gömlu heitu lauginni. Góður matur, söngur og samvera batt svo allt saman í dásamlega upplifun.“

Þannig byrjar Facebook-færsla Ragnhildar Vigfúsdóttur en hún, ásamt hópi ævintýrakvenna standa nú fyrir söfnun svo hægt sé að kaupa sjúkrabörur, spelkum og sjúkrakassa fyrir íbúa Reykjafjarðar á Ströndum en þar eru þekktar gönguleiðir. Ástæða söfnunarinnar er sú að í ferðinni sem minnst er á hér fyrir ofan, slasaðist ein kvennanna, Ingibjörg Greta Gísladóttir en hún tví öklabrotnaði í göngunni. Engar sjúkrabörur voru á svæðinu en brugðið var á það ráð að útbúa börur úr árum og flotgalla. Ragnhildur gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna.

„Það óhapp varð að ein úr hópnum Ingibjorg Gréta Gisladottir ökklabrotnaði í einni göngunni. Heimamenn brugðust skjótt við, sýndu snarræði og hugmyndauðgi, með því að útbúa börur úr árum og flotgalla. Því næst komu þau henni fyrir á fjórhjóli sem flutti hana í hús til frekari aðhlynningar þar til þyrla Landhelgisgæslunnar náði í hana.“

Í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag segir Ragnhildur frá því að þegar hópurinn hringdi eftir sjúkraþyrlu var þeim sagt að helst þyrfti einhvern lækni eða hjúkrunarmenntaðan til að staðfesta að Ingibjörg væri brotin. „Og við vorum svo heppnar að vera með ljósmóður, sem er jafnframt hjúkrunarfræðingur,“ sagði Ragnhildur í viðtalinu og hélt áfram: „Hún sagði „annað hvort er Ingibjörg aumingi eða hún er brotin“, og Ingibjörg er enginn aumingi og var tvímælalaust brotin og þyrlan kom.“

Í færslunni segir Ragnhildur að hópurinn hafi ákveðið að safna fyrir heimamenn í Reykjarfirði.

„Hópurinn varð vitni að einstökum samtakamætti og hugmyndaauðgi heimamanna í erfiðum aðstæðum.“

- Auglýsing -

Bætti hún svo við: „Það var því samþykkt einróma að safnað yrði fyrir sjúkrabörum sem myndu þjóna mikilvægum björgunarstörfum heimamanna um ókomna tíð ásamt margnota spelkum og góðum sjúkrakassa. Það kom nefnilega upp úr kafinu að Ingibjörg var ekki sú fyrsta sem slasaðist í firðinum fallega en svona slys eru óhjákvæmilegur fylgifiskur gönguferða í náttúru Íslands.“

Þeir sem vilja styrkja hópinn er beðið um að leggja inn á reikning: 515-14-609066 kt. 311066-5609. Merkið framlagið ykkar með orðinu “börur” Söfnunin stendur yfir til 15. ágúst. Markmiðið er að safna 250.000 kr. fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa.

„Þeir fjármunir sem safnast umfram, renna til Landsbjargar með þakklæti fyrir þeirra óbilgjarna framlag til öryggis okkar allra.“

- Auglýsing -

Færsluna ásamt myndbandi frá björgunaraðgerðunum í Reykjarfirði má sjá hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -