Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Safnað fyrir fjögurra manna fjölskylda sem missti allt í bruna: „Ég er bara í þvílíku sjokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldsvoði varð á heimili í Reykjanesbæ í morgun og eftir stendur fjögurra manna fjölskylda alslaus. Segir móðirin hræðilegt að horfa inn í sótsvört herbergi barnanna en þau misstu öll föt og leikföng í brunanum. Segist hún ekki vita hvað taki nú við.

Samkvæmt Rúv barst tilkynning um eldinn klukkan níu í morgun. Var allt tiltækt lið sent á staðin en íbúðin var sem betur fer tóm. Þar búa hjónin Erna Kristín og Benedikt Hjalti ásamt börnunum tveimur sem eru tveggja og þriggja ára.

Í samtali við Rúv sagði Erna Kristín að dagurinn hefði byrjað eins og venjulega hjá fjölskyldunni, börnin voru gerð klár fyrir daginn og þeim svo skutlað í leikskólann.

„Svo kem ég til baka þá er bara slökkviliðið og lögreglan fyrir utan og ég er bara í þvílíku sjokki. Ég náði ekki að meðtaka þetta alveg, þannig ég fór bara að gráta. Ég hef aldrei lent í eins slæmu eins og þessu í morgun. Mig langaði eiginlega ekkert að vita af þessu, að ég þurfi að sjá húsið mitt að brenna,“ sagði Erna Kristín.

Barnsmóðir Benedikts skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biður fólk um að hjálpa fjölskyldunni. Setti hún reikningsnúmer hjónanna neðst í færsluna fyrir þá sem geta lagt hönd á plóg en það eina sem fjölskyldan hefur eru fötin sem þau eru í.

„Kæru vinir og ættingjar mig langaði að athuga hvort einhver hér gæti mögulega aðstoðað en málið er að barnsfaðir minn og konan hans lentu í því í morgun að það kviknaði í hjá þeim og allt ónýtt eina sem þau hafa eru fötin sem þau eru í.

Þau eru að fá aðra íbúð en hún er alveg tóm þannig ef einhver á einhvað fyrir þau í íbúðina væri það vel þegið þar sem þeim vantar bókstaflega allt einnig vantar þeim líka föt fyrir þau öll það vantar xl í kvennmansfatnaði og skó í 39 og xl í karlmannsfatnaði og skó í 42 og svo 110 til 116 í strákafötum og skó í 25 og 98-104 í stelpufötum og skó í 23
Ég set einnig inn reikningsnúmerið hjá þeim 542-26-2979 kt 210596-3059“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -