Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sama ofurölvi konan vistuð í fangageymslu tvær nætur í röð – Hafði í hótunum við lögreglumenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöldi handtók lögregla ofurölvi eldri konu í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gat konan ekki staðið sökum ölvunar. Hún neitaði að gefa upp kennitölu og hafði í hótunum við lögreglumenn. Þetta reyndist sama kona og var vistuð í fangageymslu nóttina áður, fyrir sama ástand. Hún var aftur vistuð í fangageymslu í nótt og verður kærð fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Upp úr klukkan 4 í nótt var ofurölvi maður handtekinn í miðbænum. Um þremur klukkustundum áður hafði verið tilkynnt um að sami maður hefði dottið og rekið höfuðið í götuna. Sjúkrabíll hafði þá komið á vettvang en ekki var talin ástæða til að flytja manninn. Hann var þó sagður mjög ölvaður. Þegar lögregla hafði afskipti af honum þremur klukkustundum síðar gat hann ekki sagt lögreglu hvar dvalarstaður hans væri og var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ölvunarástands.

Tveir menn voru handteknir í Hafnarfirði upp úr klukkan 1 í nótt grunaðir um líkamsárás. Þeir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Sá sem ráðist hafði verið á var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað um áverka viðkomandi að svo stöddu.

Eitthvað var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður var stöðvaður í miðbænum fyrir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi. Viðkomandi þrætti hins vegar fyrir brotið við lögreglu. Vettvangsskýrsla var rituð á staðnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -