2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Andri Snær segir „jákvæða“ frétt Morgunblaðsins um aukna notkun áls vera tímaskekkju

Andri Snær Magnason segir einnota umbúðir úr áli ekki vera lausnina í baráttunni gegn plasti.

 

„Mesta tímaskekkja í heimi,“ skrifar rithöfundurinn Andri Snær Magnason á Twitter um frétt Morgunblaðsins um aukna notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts.

Í frétt Morgunblaðsins segir að þessi þróun gæti styrkt út­flutn­ing á áli frá Íslandi á næstu árum þar sem bandarískir matvörurisar séu farnir að nota ál í drykkjarumbúðir í auknum mæli í ljósi umræðunnar um plastmengun.

Andri furðar sig á fréttinni og segir að ál sé ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. „Jákvæð frétt um aukna einnota umbúðanotkun í landi með glæpsamlega lélega endurvinnslu er mesta tímaskekkja í heimi. Ál er ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. Ameríka hendir áli sem gæti endurnýjað fjórfaldan flugflotann árlega,” skrifar Andri á Twitter.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum